Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson
Hið rétta er að ég hef aldrei unnið fyrir Ríkiskaup.

Friðrik J. Arngrímsson

Forsvarsmenn Heimildarinnar hafa einhverra hluta vegna fundið hjá sér þörf til að reyna að vega að starfsheiðri mínum með því að birta á forsíðu blaðsins sem kom út 1. mars 2024 fyrirsögn þar sem segir „Vann fyrir Ríkiskaup og keypti varðskip“.

Á bls. 4 í blaðinu og á vefsíðu miðilsins er síðan fimbulfambað um kaup félags í minni eigu á varðskipunum Ægi og Tý um mitt ár 2022 þar sem reynt er að gera kaupin tortryggileg, m.a. þar sem ég hafi á sama tíma verið formaður smíðanefndar vegna smíði nýs hafrannsóknaskips.

Hið rétta er að ég hef aldrei unnið fyrir Ríkiskaup. Hins vegar unnu Ríkiskaup að undirbúningi útboðs fyrir smíði hafrannsóknaskipsins á þeim tíma sem ég gegndi störfum sem formaður smíðanefndarinnar, en ég lét af þeim störfum að eigin ósk um áramótin 2020/2021.

Mér er ekki kunnugt um hvers vegna Heimildin reynir að koma á mig höggi, en tel að almannafé væri betur varið með öðrum hætti en að ríkið styrki útgáfu sem þessa.

Höfundur er skipasali.