Perlan Þeir sem vilja ekki skrá sig í vildarvinaklúbb Perlunnar þurfa að greiða 5.390 krónur í aðgangseyri. Það á einnig við um gesti kaffihússins.
Perlan Þeir sem vilja ekki skrá sig í vildarvinaklúbb Perlunnar þurfa að greiða 5.390 krónur í aðgangseyri. Það á einnig við um gesti kaffihússins. — Morgunblaðið/Ómar
Nú þurfa allir sem ætla að fara í Perluna að kaupa aðgangsmiða að byggingunni. Þetta á líka við um þá sem ætla að fara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða á útsýnispallinn. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 5.390 kr

Nú þurfa allir sem ætla að fara í Perluna að kaupa aðgangsmiða að byggingunni. Þetta á líka við um þá sem ætla að fara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða á útsýnispallinn. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 5.390 kr.

Aftur á móti er sérstakt vildarvinakort Perlunnar í boði og veitir það frían aðgang, segir starfsmaður Perlunnar í samtali við mbl.is.

Íslendingar geta því sloppið við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort. Kortið er ókeypis og veitir korthöfum aðgang að 4. og 5. hæð Perlunnar, þar sem veitingaþjónusta er í boði og útsýnispallurinn er staðsettur. Einnig veitir kortið ýmis fríðindi eins og afslátt af þjónustu og veitingum í Perlunni.

Starfsmaður Perlunnar segir að með kortinu geti fólk gengið beint inn en mikið streymi er af fólki inn í bygginguna alla daga.