Þónokkur snjóflóð féllu um helgina, þar á meðal tvö flekaflóð í Oddsskarði og eitt flekaflóð í Stafdal, við skíðasvæði ofan Seyðisfjarðar, á laugardag. Í Stafdal voru tveir á ferð og lenti annar þeirra undir flóðinu

Þónokkur snjóflóð féllu um helgina, þar á meðal tvö flekaflóð í Oddsskarði og eitt flekaflóð í Stafdal, við skíðasvæði ofan Seyðisfjarðar, á laugardag. Í Stafdal voru tveir á ferð og lenti annar þeirra undir flóðinu.

Viðbragðsaðilar voru ræstir út og þyrla Landhelgisgæslunnar reiðubúin að fara af stað með hjálparlið og búnað. Aðgerðastjórn var virkjuð og samhæfingarstöð almannavarna.

Um kl. hálffimm var viðkomandi fundinn og hafði honum tekist með hjálp ferðalangsins að komast undan flóðinu. Hann var lerkaður en ekki talinn alvarlega slasaður og var í kjölfarið fluttur undir læknishendur með sjúkrabifreið.

Á vef Veðurstofunnar í gær var greint frá því að snjókoma og rigning í gær og í dag með hlýindum gæti komið af stað snjóflóðum á austanverðu landinu.