Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær samning við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit með heimagistingu og rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær samning við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit með heimagistingu og rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi.

Heimagisting umfram 90 daga og 2 milljónir króna flokkast sem atvinnustarfsemi. „Markmiðið er að hafa hvetjandi áhrif á einstaklinga til að skrá skammtímaútleigu sína hjá sýslumanni og endurnýja skráningu árlega. Heimagisting umfram 90 daga og 2 m.kr. flokkast sem atvinnustarfsemi og er lögð sérstök áhersla á eftirlit með gististarfsemi sem kallar á rekstrarleyfi,“ segir í tilkynningu.

Samningurinn felur í sér 30 milljóna króna viðbótarframlag til heimagistingarvaktarinnar eins og það er kallað og mun vera hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styðja við framboðshlið húsnæðismarkaðarins á suðvesturhorni landsins.

Höf.: Kristján Jónsson