Barátta Albert Guðmundsson og Benjamin Pavard í skallabaráttu í leiknum í Mílanó í gærkvöldi. Inter er með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar.
Barátta Albert Guðmundsson og Benjamin Pavard í skallabaráttu í leiknum í Mílanó í gærkvöldi. Inter er með 15 stiga forystu á toppi deildarinnar. — AFP/Gabriel Bouys
Inter Mílanó reyndist ofjarl Genoa þegar liðin áttust við í 27. umferð ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu karla á San Siro í Mílanó í gærkvöldi. Urðu lokatölur 2:1, Inter í vil. Kristjan Asllani kom Inter í forystu eftir hálftíma leik eftir undirbúning Alexis Sánchez

Inter Mílanó reyndist ofjarl Genoa þegar liðin áttust við í 27. umferð ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu karla á San Siro í Mílanó í gærkvöldi. Urðu lokatölur 2:1, Inter í vil.

Kristjan Asllani kom Inter í forystu eftir hálftíma leik eftir undirbúning Alexis Sánchez. Sánchez skoraði svo sjálfur úr vítaspyrnu á 38. mínútu og staðan 2:0 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik minnkaði Johan Vásquez muninn fyrir Genoa en nær komust gestirnir ekki. Inter hefur unnið níu deildarleiki í röð, eða síðan liðið gerði jafntefli við Genoa á útivelli skömmu fyrir áramót, og er með 72 stig og 15 stiga forystu á toppi hennar þegar 11 umferðir eru óleiknar. Það er því fátt sem virðist ætla að koma í veg fyrir að Inter verði Ítalíumeistari í vor, í annað sinn á fjórum árum.

Albert Guðmundsson lék allan leikinn í fremstu víglínu Genoa, sem er í tólfta sæti með 33 stig.