Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, meiddist á olnboga í leik með Nantes í Frakklandi á föstudaginn. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en Viktor var á leið í nánari skoðun þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, meiddist á olnboga í leik með Nantes í Frakklandi á föstudaginn. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en Viktor var á leið í nánari skoðun þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær. Nantes tilkynnti nýjan markvörð hjá félaginu í gær, Ignacio Biosca, sem kom frá Veszprém í Ungverjalandi, en upphaflega hafði verið samið um að hann kæmi til Nantes í sumar.