Svartur á leik
Svartur á leik
1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Rf6 5. Da4+ Bd7 6. Db3 e6 7. Dxb7 Rxd5 8. Rc3 Rc6 9. Rxd5 exd5 10. Db3 Bc5 11. Rf3 0-0 12. Dxd5 He8+ 13. Kd1 De7 14. Bb5 Hac8 15. He1 Be6 16. Dg5 Dd6 17. Dg3 Dd5 18

1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Rf6 5. Da4+ Bd7 6. Db3 e6 7. Dxb7 Rxd5 8. Rc3 Rc6 9. Rxd5 exd5 10. Db3 Bc5 11. Rf3 0-0 12. Dxd5 He8+ 13. Kd1 De7 14. Bb5 Hac8 15. He1 Be6 16. Dg5 Dd6 17. Dg3 Dd5 18. Dg5.

Staðan kom upp á atskákmóti sem haldið var fyrir skömmu í eistnesku höfuðborginni Tallinn, en mótið var haldið til minningar um Paul Keres. Litháíski stórmeistarinn Paulius Pultinevicius (2566) hafði svart gegn landa sínum Tomas Povilaitis (2057). 18…Db3+! 19. Ke2 hvítur hefði einnig orðið mát eftir 19. axb3 Bxb3#. 19…Bc4#. Pultinevicius tefldi á fyrsta borði fyrir A-sveit Skákdeildar Fjölnis sem varð efst á Íslandsmóti skákfélaga, Kvikudeildinni, en keppninni lauk í Rimaskóla sl. sunnudag. Fjölnir fékk fullt hús stiga, 20 stig af 20 mögulegum, en næstu tvö lið fengu 12 stig, sjá nánar á skak.is.