Mark Ísak kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og skoraði á 82.
Mark Ísak kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og skoraði á 82. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Ísak A. Sigurgeirsson skoraði annað mark Norrköping þegar liðið gerði jafntefli við Sirius, 2:2, í lokaumferð 8. riðils sænska bikarsins í knattspyrnu í gær. Norrköping vann riðilinn og fer í 8-liða úrslit bikarsins

Ísak A. Sigurgeirsson skoraði annað mark Norrköping þegar liðið gerði jafntefli við Sirius, 2:2, í lokaumferð 8. riðils sænska bikarsins í knattspyrnu í gær. Norrköping vann riðilinn og fer í 8-liða úrslit bikarsins. Í þeim heimsækir Norrköping Daníel T. Guðjohnsen og félaga í Malmö. Halmstad, sem Birnir S. Ingason og Gísli Eyjólfsson leika með, heimsækir Brommapojkarna. Mjällby, lið Guðmundar B. Nökkvasonar, fær AIK í heimsókn.