Sigurvegari Hera Björk hafði betur í kosningu meðal almennings.
Sigurvegari Hera Björk hafði betur í kosningu meðal almennings. — Morgunblaðið/Eggert
Hera Björk Þórhallsdóttir hlaut tals­vert fleiri at­kvæði en Bash­ar Murad á meðal al­menn­ings í Söngv­akeppn­inni, en Murad fékk þó flest at­kvæði í fyrri um­ferð. Fékk Murad einnig lang­flest at­kvæði frá dóm­nefnd Söngv­akeppn­inn­ar

Hera Björk Þórhallsdóttir hlaut tals­vert fleiri at­kvæði en Bash­ar Murad á meðal al­menn­ings í Söngv­akeppn­inni, en Murad fékk þó flest at­kvæði í fyrri um­ferð. Fékk Murad einnig lang­flest at­kvæði frá dóm­nefnd Söngv­akeppn­inn­ar.

Í fyrri kosn­ingu al­menn­ings varð Murad hlut­skarp­ast­ur með ríf­lega 26 þúsund at­kvæði. Þar á eft­ir komu VÆB, Hera Björk og Sigga Ózk með um 15 þúsund at­kvæði hvert.

Frá dómnefnd Söngvakeppninnar fékk Murad ríf­lega 21 þúsund at­kvæði, Hera og Sigga rúm­lega 16 þúsund at­kvæði hvor, Aníta tæp­lega 15 þúsund og VÆB tæp­lega 14 þúsund at­kvæði.

Murad vann því fyrri um­ferðina með yf­ir­burðum, eða rúm­lega 47 þúsund at­kvæðum á móti rúm­lega 32 þúsund at­kvæðum Heru Bjarkar.

Al­menn­ing­ur sner­ist hins veg­ar á sveif með Heru Björk í ein­víg­inu og hlaut hún þar 68.768 at­kvæði á sama tíma og Bash­ar Murad hlaut 49.832 at­kvæði.

Lagið Scared of Heig­hts vann því ein­vígið með 18.936 at­kvæðum þegar aðeins al­menn­ing­ur kaus á milli lag­anna tveggja.

Sam­an­lögð at­kvæði beggja um­ferða, með at­kvæðum dóm­ara, skipt­ust þannig að Hera fékk 100.835 at­kvæði og Bash­ar Murad 97.495 at­kvæði.

RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að í seinni umferð kosninganna hefði fundist handvirk innsláttarvilla með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Því hefði hvorugt laganna fengið þau sms-atkvæði sem átti að senda úr appinu. Hafði það þó engin áhrif á lokaniðurstöðuna.