Vestri William Eskelinen hefur reynslu af efstu deildum.
Vestri William Eskelinen hefur reynslu af efstu deildum. — Ljósmynd/Vestri
Nýliðar Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu hafa fengið til liðs við sig reyndan sænskan markvörð. Sá heitir William Eskelinen og kemur frá B-deildarliðinu Örebro, þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár og spilað 56 af 60 leikjum liðsins

Nýliðar Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu hafa fengið til liðs við sig reyndan sænskan markvörð. Sá heitir William Eskelinen og kemur frá B-deildarliðinu Örebro, þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár og spilað 56 af 60 leikjum liðsins. Eskelinen er 27 ára og hefur einnig leikið með AGF í dönsku úrvalsdeildinni og með Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kemur í stað Brasilíumannsins Rafael Broetto hjá Vestra.