„Ætlarðu að láta ömmu þína halda á píanóinu upp á 3. hæð? Ég er ekki viss um að hún komist upp með það.“ Þarna er bókstaflega að orðið kveðið. En að komast upp með e-ð getur líka þýtt að manni haldist e-ð uppi: „Svo er…

„Ætlarðu að láta ömmu þína halda á píanóinu upp á 3. hæð? Ég er ekki viss um að hún komist upp með það.“ Þarna er bókstaflega að orðið kveðið. En að komast upp með e-ð getur líka þýtt að manni haldist e-ð uppi: „Svo er persónutöfrunum fyrir að þakka að ég kemst upp með að mæta illa í vinnuna.“ Að komast af með e-ð er annað mál.