Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason fv. dómsmálaráðherra skrifar um lög um opinberar fjársafnanir „vegna fréttar í Morgunblaðinu 2. mars um að samtökin Solaris hafi hvorki sótt um leyfi fyrir opinberri fjársöfnun né tilkynnt […] til sýslumannsins á Suðurlandi og þar með farið á svig við þessi lög.

Björn Bjarnason fv. dómsmálaráðherra skrifar um lög um opinberar fjársafnanir „vegna fréttar í Morgunblaðinu 2. mars um að samtökin Solaris hafi hvorki sótt um leyfi fyrir opinberri fjársöfnun né tilkynnt […] til sýslumannsins á Suðurlandi og þar með farið á svig við þessi lög.

Samtökin segjast hafa safnað tugum milljóna kr. undanfarið til stuðnings verkefnum á Gaza þar sem Ísraelsher berst við Hamas-hryðjuverkamenn með hroðalegum afleiðingum fyrir almenna borgara á svæðinu.“

Fjársöfnun sé auðveld leið til að þvætta illa fengið fé og því sé einnig um þær fjallað í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Að skjóta sér undan ákvæðum laganna með því að sækja ekki um skráningu verður alvarlegra en ella vegna þess hernaðar- og hryðjuverkaástands sem ríkir á Gaza.“

Þetta tengist óbeint vangaveltum um hvort mútur hafi verið bornar á egypska embættismenn til að leysa fólk frá Gasa, sem erlendir miðlar segja kosta 5-10 þúsund dollara á mann. Sema Erla Serdaroglu formaður Solaris þvertók fyrir það í Heimildinni í liðinni viku: „Við höfum ítrekað greint frá því þegar við erum spurð að við erum ekki að greiða mútur og að við höfum kvittanir fyrir allri þeirri þjónustu sem við höfum greitt fyrir.“ – Liggur þá ekki beinast við að birta bara bókhaldið?