Norður ♠ 762 ♥ Á3 ♦ ÁG2 ♣ ÁG1084 Vestur ♠ D109843 ♥ D765 ♦ 76 ♣ 2 Austur ♠ K2 ♥ K842 ♦ 8543 ♣ KD6 Suður ♠ ÁG ♥ G109 ♦ KD109 ♣ 9753 Suður spilar 3G

Norður

♠ 762

♥ Á3

♦ ÁG2

♣ ÁG1084

Vestur

♠ D109843

♥ D765

♦ 76

♣ 2

Austur

♠ K2

♥ K842

♦ 8543

♣ KD6

Suður

♠ ÁG

♥ G109

♦ KD109

♣ 9753

Suður spilar 3G.

Frakkinn Alexandre Deschapelles (1780-1847) var afburða skákmaður og skipti þá engu máli hvort um var að ræða venjulega skák, dammskák eða ballskák. Hæfileikar hans í ballskák (billjarð) voru sérlega athyglisverðir í ljósi þess að Deschapelles missti aðra höndina í einni af styrjöldum Napóleons og gekk eftir það undir nafninu Le Manchot, eða Mörgæsin. Okkar maður, Magnús mörgæs, er stoltur af þessum skyldleika, því Deschapelles var einnig þekktur fyrir hæfileika sína í vist og við hann er kennt fágætt spilabragð (Deschapelles coup), sem á jafnt við í brids sem vist.

Bragðið snýst um að fórna óvölduðu háspili til að tryggja makker innkomu. Samningurinn er 3G með spaðatíu út. Sagnhafi dúkkar spaðakóng austurs, fær næsta slag á ásinn og spilar laufi á gosann. Austur drepur og verður nú að húrra út hjartakóng til að hnekkja spilinu!