Ljósanótt Sameining þriggja sveitarfélaga er nú til skoðunar.
Ljósanótt Sameining þriggja sveitarfélaga er nú til skoðunar. — Morgunblaðið/Eggert
„Nú er verið að safna gögnum og fara yfir þau, greina kosti og galla. Síðan er gert ráð fyrir að niðurstaða um það hvort farið verður í formlegar viðræður fáist með vorinu,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Nú er verið að safna gögnum og fara yfir þau, greina kosti og galla. Síðan er gert ráð fyrir að niðurstaða um það hvort farið verður í formlegar viðræður fáist með vorinu,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum.

Verkefnahópur hefur nú verið skipaður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa frá því í haust og eftir að styrkur fékkst úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga var hópurinn skipaður. Hvert sveitarfélag á þrjá fulltrúa í hópnum, einn úr minnihluta, einn úr meirihluta auk bæjarstjórans. Gunnar Axel fékk það hlutverk að leiða hópinn.

„Verkefnahópurinn hefur þegar fundað tvisvar auk þess sem við hittum ráðgjafa okkar hjá KPMG reglulega,“ segir Gunnar Axel. Hann segir ekki meitlað í stein hvenær niðurstaða eigi að liggja fyrir en vinnan hafi gengið vel til þessa. „Það þarf góðan undirbúning áður en bæjarstjórnir sveitarfélaganna taka ákvörðun um það hvort farið verði í formlegar viðræður.“

Þessar sameiningarhugmyndir suður með sjó eiga sér nokkurn aðdraganda. Fram kom á mbl.is síðasta haust að Sveitarfélagið Vogar hefði á síðasta kjörtímabili farið í valkostagreiningu og haldið íbúafund.

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon