Hveragerði Málefni skólphreinsistöðvarinnar eru enginn hægðarleikur.
Hveragerði Málefni skólphreinsistöðvarinnar eru enginn hægðarleikur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Alls var varið 106 milljónum króna til fjárfestinga í skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar á síðasta kjörtímabili, þ.e. árin 2019 til 2022, en það má sjá í ársreikningum bæjarins. Árin á undan, þ.e. 2014 til 2018, var veitt 20 milljónum í verkefnið.

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Alls var varið 106 milljónum króna til fjárfestinga í skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar á síðasta kjörtímabili, þ.e. árin 2019 til 2022, en það má sjá í ársreikningum bæjarins. Árin á undan, þ.e. 2014 til 2018, var veitt 20 milljónum í verkefnið.

Þetta segir Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, að rími illa við þær fullyrðingar Njarðar Sigurðssonar, forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag að á árunum 2014 til 2022 hefði einungis verið varið 17,1 milljón til málaflokksins. Munar þarna um 109 milljónum sem vantaldar eru.

Tillaga um stjórnvaldssektir

Málefni skólphreinsistöðvar bæjarins hafa verið í kastljósi Heilbrigðisnefndar Suðurlands, sem lagt hefur til við Umhverfisstofnun að bærinn verði beittur þvingunarúrræðum, þ.e. stjórnvaldssektum, vegna þess að ekki hafi verið farið að kröfum sem gerðar eru í starfsleyfi skolphreinsistöðvarinnar.

Meirihlutaskipti urðu í Hveragerði eftir bæjarstjórnarkosningar 2022 og tók þá meirihluti O-lista og Framsóknarflokks við stjórnartaumum af Sjálfstæðisflokknum. Segir Friðrik að það ár hafi þáverandi meirihluti sett 30 milljónir í fjárfestingaráætlun vegna skólphreinsistöðvarinnar en einungis hafi 3 milljónir skilað sér í málaflokkinn, tíundi hluti þess sem ákveðið fyrri meirihluti hafði ákveðið.

Skrýtið að forseti bæjarstjórnar komi af fjöllum

Friðrik segir merkilegt að núverandi forseti bæjarstjórnarinnar skuli undrast viðbrögð Heilbrigðisnefndar Suðurlands í málinu, þar sem hann hafi setið í bæjarstjórn a.m.k. 12 ár, mörg minnisblöð hafi verið lögð fram um málefnið á bæjarstjórnarfundum og hann ætti því að vera öllum hnútum kunnugur.

„Á fyrsta bæjarráðsfundi þessa kjörtímabils var tekið fyrir minnisblað sem við létum gera og fjallaði um hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í á næstu árum. Það er mjög skrýtið að hann komi algerlega af fjöllum í þessum málum,“ segir Friðrik Sigurbjörnsson.

Hveragerði

Framlög meiri en haldið fram

Ekki verið farið að kröfum í starfsleyfi skólphreinsistöðvarinnar í bænum

Heilbrigðisnefnd vill að stjórnvaldssektir verði lagðar á

Tölur um framlög til skólphreinsistöðvarinnar ríma illa við málflutning forseta bæjarstjórnar, segir oddviti Sjálfstæðisflokksins

Ítrekað fjallað um málið á fundum bæjarstjórnarinnar

Höf.: Ólafur E. Jóhannsson