Markaskorarar Ben White, Martin Ödegaard og Declan Rice komust allir á blað í stórsigri Arsenal á Sheffield United í gærkvöld, 6:0.
Markaskorarar Ben White, Martin Ödegaard og Declan Rice komust allir á blað í stórsigri Arsenal á Sheffield United í gærkvöld, 6:0. — AFP/Darren Staples
Arsenal vann stórsigur á botnliði Sheffield United, 6:0, þegar liðin áttust við í lokaleik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöldi. Strax varð ljóst að stefndi í óefni fyrir heimamenn þar sem…

Arsenal vann stórsigur á botnliði Sheffield United, 6:0, þegar liðin áttust við í lokaleik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Bramall Lane í Sheffield í gærkvöldi.

Strax varð ljóst að stefndi í óefni fyrir heimamenn þar sem Arsenal hóf þegar í stað að skapa sér stórhættuleg færi. Á fimmtu mínútu var fyrsta markið komið, sem fyrirliðinn Martin Ödegaard skoraði. Á 13. mínútu skoraði Jayden Bogle sjálfsmark og Gabriel Martinelli skoraði þriðja markið tveimur mínútum síðar. Kai Havertz komst á blað á 25. mínútu og Declan Rice á 39. mínútu og staðan 5:0 í leikhléi. Í síðari hálfleik slökuðu Skytturnar aðeins á klónni og bættu við einu marki. Það skoraði Ben White á 58. mínútu.

Arsenal er áfram í þriðja sæti deildarinnar en nú með 61 stig, einu á eftir Manchester City í öðru sæti og tveimur á eftir toppliði Liverpool. Sheffield er á botninum með 13 stig.