— AFP/Luckenson Jean
John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastjórn fylgdist grannt með ástandinu á Haítí. Stjórnvöld þar lýstu yfir neyðarástandi á sunnudaginn eftir að glæpagengi réðst á stærsta fangelsi höfuðborgarinnar…

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastjórn fylgdist grannt með ástandinu á Haítí. Stjórnvöld þar lýstu yfir neyðarástandi á sunnudaginn eftir að glæpagengi réðst á stærsta fangelsi höfuðborgarinnar Port-au-Prince með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu.

Íbúar höfuðborgarinnar héldu sig heima í gær, þar sem bylgja ofbeldisverka gekk yfir borgina. Hafa stjórnvöld sett á útgöngubann á kvöldin með það að markmiði að her og lögregla landsins geti náð tökum á ástandinu.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu í gær og kallaði eftir aukinni fjárhagsaðstoð fyrir friðargæsluverkefni samtakanna í landinu.