Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson kynnti nýjasta lagið sitt, Farfugla, í þætti Heiðars Austmann. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði. „Farfuglar er skrifað út frá vangaveltum um hvernig það er að eiga börn sem búa á tveimur heimilum

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson kynnti nýjasta lagið sitt, Farfugla, í þætti Heiðars Austmann. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði. „Farfuglar er skrifað út frá vangaveltum um hvernig það er að eiga börn sem búa á tveimur heimilum. Lagið er samið af mér og Ásgeiri Orra og er textinn eftir mig. Lagið kom út á streymisveitum þann 12. janúar og er fyrsta lagið af væntanlegri sólóplötu sem kemur út í mars,“ segir Júlí í kynningunni á laginu. Lestu meira og hlustaðu á lagið á K100.is.