Kvintett danska trommuleikarans Ulriks Bisgaard kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudaginn 6. mars, kl. 20 í Kaldalóni, Hörpu. „Ulrik er fjölhæfur trommuleikari með melódíska nálgun á trommusettið, mjúkan blæ og harða sveiflu,“ segir m.a
Kvintett danska trommuleikarans Ulriks Bisgaard kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudaginn 6. mars, kl. 20 í Kaldalóni, Hörpu.
„Ulrik er fjölhæfur trommuleikari með melódíska nálgun á trommusettið, mjúkan blæ og harða sveiflu,“ segir m.a. í tilkynningu. Hann er sagður sameina „norræna tjáningu með innblæstri frá argentínskum tangó og spænskum flamenco“. Ásamt Ulrik koma fram Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Eyþór Gunnarsson og Þorgrímur Jónsson.