Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Borgarfulltrúinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir mun leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýta húsnæðið á Ægisíðu 102 undir leikskólastarfsemi.
„Eins og við þekkjum af mannfjöldaspám er fólksfjölgun að eiga sér stað en í ofanálag er búið að þétta mikið í þessu hverfi. Undir lok ársins koma nýjar íbúðir á markað í hverfinu og með þeim fólksflutningum má búast við einhverjum fjölskyldum. Leikskólavandi sem er mikill í Vesturbænum mun þá aukast. Hér erum við með stóra lóð þar sem lóðarhafinn ætlar að hætta rekstri og á lóðinni við hliðina er leikskólinn Ægisborg. Í þessu höggi má slá fleiri flugur. Reykjavíkurborg situr á Ævintýraborgum sem erfitt er að finna pláss fyrir en á þessari lóð mætti koma fyrir tveimur til þremur,“ segir Ragnhildur. » 4