Drottning Imelda Staunton í hlutverki Elísabetar II.
Drottning Imelda Staunton í hlutverki Elísabetar II.
Netflix-þættirnir The Crown, eða Krúnan, hófu göngu sína með glæsibrag árið 2016 en enduðu hana í árslok í fyrra með öllu verri brag. Verður það að teljast nokkurt afrek að klára síðustu þáttaröðina, því hún er frekar leiðinleg og óáhugaverð

Helgi Snær Sigurðsson

Netflix-þættirnir The Crown, eða Krúnan, hófu göngu sína með glæsibrag árið 2016 en enduðu hana í árslok í fyrra með öllu verri brag. Verður það að teljast nokkurt afrek að klára síðustu þáttaröðina, því hún er frekar leiðinleg og óáhugaverð. Þættirnir eru vissulega misgóðir en almennt séð hefur mér leiðst yfir þeim. Ég verð samt að klára syrpuna, búinn að horfa á alla hina þættina og fer ekki að hætta núna.

Ekki veit ég hvað fór úrskeiðis hjá Netflix við gerð lokaþáttaraðarinnar en viðbúið var að sagan færi að þynnast þegar komið var að Díönu og Dodi, bílslysinu í París og fullorðinsárum prinsanna. Að sama skapi var vaxandi óánægja áhorfenda viðbúin, að fólk yrði ekki sátt við þá mynd sem dregin væri upp af helstu persónum og að sumum væri nánast sleppt á meðan aðrar fengju miklu meiri athygli. Síðasta þáttaröðin er með lægstu meðaltalseinkunnina af öllum sex á vefnum Metacritic og það kemur ekki á óvart. Þó að leikarar standi sig almennt með ágætum er þetta orðið ansi þunnt og langdregið.

Saga Elísabetar II. og fjölskyldu er engu að síður áhugaverð og þá sérstaklega þegar hún er sett í samhengi við það sem var að gerast á hverjum tíma. En að teygja lokakaflann í heila tíu þætti er samt heldur langt gengið.

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson