Öflugur Kylian Mbappé sá um Real Sociedad er hann skoraði bæði mörk PSG í 2:1-sigri í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Öflugur Kylian Mbappé sá um Real Sociedad er hann skoraði bæði mörk PSG í 2:1-sigri í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. — AFP/Franck Fife
Bayern München og París SG tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla með þægilegum sigrum í síðari leikjum 16-liða úrslita keppninnar. Bayern fékk Lazio í heimsókn og hafði betur, 3:0, eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Róm 1:0

Bayern München og París SG tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla með þægilegum sigrum í síðari leikjum 16-liða úrslita keppninnar.

Bayern fékk Lazio í heimsókn og hafði betur, 3:0, eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Róm 1:0. Bæjarar unnu því einvígið samanlagt 3:1.

Harry Kane skoraði tvívegis fyrir Bayern auk þess sem Thomas Müller komst á blað. Kane hefur skorað sex mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni til þessa.

PSG heimsótti Real Sociedad og vann þægilegan sigur, 2:1. Fyrri leiknum í París lauk með 2:0-sigri PSG, sem vann einvígið því 4:1.

Fyrirliðinn Kylian Mbappé skoraði sitt markið í hvorum hálfleiknum fyrir PSG. Undir lokin skoraði Mikel Merino sárabótamark fyrir Sociedad en þar við sat.

Mbappé er líkt og Kane kominn með sex mörk í átta leikjum.