Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til Stjörnunnar á nýjan leik í láni frá Mjällby í Svíþjóð. Guðmundur fór til Mjällby um mitt síðasta sumar og lék sjö leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann skoraði eitt mark
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til Stjörnunnar á nýjan leik í láni frá Mjällby í Svíþjóð. Guðmundur fór til Mjällby um mitt síðasta sumar og lék sjö leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann skoraði eitt mark. Áður hafði Guðmundur, sem er 19 ára gamall, skorað sex mörk í 34 leikjum fyrir Stjörnuna í Bestu deildinni og þá hefur hann leikið einn leik með 21-árs landsliðinu og átta með U19-ára landsliðinu.