Natatorium Elín Petersdóttir í kvikmynd Helenu Stefánsdóttur.
Natatorium Elín Petersdóttir í kvikmynd Helenu Stefánsdóttur.
Kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Helena Stefánsdóttir er komin á skrá hjá bandarísku umboðsskrifstofunni William Morris Endeavor (WME), sem er með fjölda listamanna á skrá sem starfa í afþreyingariðnaði og fjölmiðlum

Kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Helena Stefánsdóttir er komin á skrá hjá bandarísku umboðsskrifstofunni William Morris Endeavor (WME), sem er með fjölda listamanna á skrá sem starfa í afþreyingariðnaði og fjölmiðlum. Segir í tilkynningu að WME sé með fjölda þekktra leikstjóra á skrá, m.a. Baz Luhrmann, Spike Lee, Guillermo del Toro, Sofiu Coppola, Darren Aronofsky, Danny Boyle, Jonathan Glazer og Atom Egoyan.

„Umboðsskrifstofan hafði samband við Sunnu, íslenska framleiðandann minn, og í framhaldi af því fékk ég tölvupóst frá umboðsmanninum sjálfum, þar sem hann sagðist hafa séð kvikmyndina mína, Natatorium, og vildi bjóða mér að vera á skrá hjá sér,“ er haft eftir Helenu í tilkynningu. Nú hafi hún og kvikmyndin hennar verið kynnt fyrir helstu stúdíóum og framleiðendum í Bandaríkjunum og fulltrúar frá Universal og Columbia óskað eftir því að hitta hana. Fleiri fundir séu fyrirhugaðir, m.a. á hátíðinni SXSW í Texas í næsta mánuði.