Una Þorleifsdóttir
Una Þorleifsdóttir
Leikritið X verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 16. mars og verður fjallað um það í leikhúskaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, 6. mars, kl. 17.30. Boðið er upp á leikhúskaffi reglulega í safninu og er það ætlað öllum sem áhuga hafa á leikhúsi

Leikritið X verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 16. mars og verður fjallað um það í leikhúskaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, 6. mars, kl. 17.30. Boðið er upp á leikhúskaffi reglulega í safninu og er það ætlað öllum sem áhuga hafa á leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri mun segja frá sýningunni og að því loknu verður haldið í leikhúsið, á Nýja sviðið, þar sem gestum gefst kostur á að skoða leikmynd sýningarinnar og boðið verður upp á umræður. Gestum býðst að því loknu 10% afsláttur af miðaverði. Um sýninguna segir m.a. á vef leikhússins að við endimörk sólkerfisins bíði fimm geimfarar eftir því að vera leystir af en enginn kemur og engin svör berast frá jörðu. Una leikstýrir uppfærslunni og meðal leikara eru Bergur Þór Ingólfsson, Sólveig Arnarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.