Norður ♠ K943 ♥ D106 ♦ 1073 ♣ Á103 Vestur ♠ G7 ♥ K987543 ♦ DG85 ♣ -- Austur ♠ Á10852 ♥ G ♦ Á964 ♣ D92 Suður ♠ D7 ♥ Á2 ♦ K2 ♣ KG87654 Suður spilar 3G

Norður

♠ K943

♥ D106

♦ 1073

♣ Á103

Vestur

♠ G7

♥ K987543

♦ DG85

♣ --

Austur

♠ Á10852

♥ G

♦ Á964

♣ D92

Suður

♠ D7

♥ Á2

♦ K2

♣ KG87654

Suður spilar 3G.

„Menn segja að mistök séu óhjákvæmileg við spilaborðið.“ Gölturinn var í heimspekilegum ham: „Ég held ekki – öll réttnefnd mistök má greina og lagfæra. Hins vegar verður aldrei hægt að forðast óheppilegar ákvarðanir.“

Gölturinn lagði fram nýlegt dæmi úr pólsku meistaradeildinni. Á öðru borðinu vakti vestur á 4♥ og spilaði þann samning ódoblaðan, tvo niður. Hinum megin opnaði vestur á 3♥ og suður sagði 3G í fjórðu hendi upp á von á óvon. Það reyndist vel til fundið, því níu slagir eru borðleggjandi með því að hitta í laufið. Sem er sjálfgefið eftir sagnir.

„Voru það mistök að opna bara á þremur hjörtum?“ spurði Gölturinn og fuglunum vafðist tunga um tönn. „Ég held ekki,“ hélt hann sjálfur áfram, „en ákvörðunin var vissulega óheppileg.“