Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tveir nýir forstjórar heilbrigðisstofnana tóku til starfa 1. mars sl. Þetta eru þau Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Tveir nýir forstjórar heilbrigðisstofnana tóku til starfa 1. mars sl. Þetta eru þau Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Heilbrigðisráðherra skipaði í embættin til fimm ára í senn.

Guðlaug Rakel er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún er einnig með meistaranám í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Frá árinu 2000 hefur hún sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins. Árið 2019 tók hún við starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítala þar til hún var sett tímabundið í embætti forstjóra haustið 2021.

Lúðvík er viðskiptafræðingur með M.Sc.-gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og leggur stund á nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands með áherslu á mannauðsstjórnun. Síðastliðin fjögur ár hefur Lúðvík gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Áður starfaði hann m.a. hjá FME.