Á Skjálfanda Vaasaborg kom á þriðjudag með timburboli fyrir verksmiðju PCC á Bakka. Hafnsögubáturinn Sleipnir tók á móti flutningaskipinu.
Á Skjálfanda Vaasaborg kom á þriðjudag með timburboli fyrir verksmiðju PCC á Bakka. Hafnsögubáturinn Sleipnir tók á móti flutningaskipinu. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Flutningaskipið Vaasaborg kom til Húsavíkur í vikunni með timburboli fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipakomur til Húsavíkurhafnar hafa verið tíðar að undanförnu. Verksmiðjan komst á full afköst um miðjan janúar og hafa komið átta flutningaskip það sem …

Flutningaskipið Vaasaborg kom til Húsavíkur í vikunni með timburboli fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipakomur til Húsavíkurhafnar hafa verið tíðar að undanförnu. Verksmiðjan komst á full afköst um miðjan janúar og hafa komið átta flutningaskip það sem af er ári með hráefnisfarma fyrir PCC, að sögn Elíasar Frímanns Elvarssonar hafnarvarðar.

Segist hann reikna með að eitt skip komi að jafnaði í hverri viku með farm fyrir verksmiðjuna og auk þess kemur Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands, vikulega til Húsavíkur. „Það er aukning í þessu núna og lítur allt vel út,“ segir Elías.

Búast má við enn frekari aukningu skipaumferðar um Húsavíkurhöfn á komandi mánuðum. Gróft áætlað má búast við komum a.m.k. 55 skemmtiferðaskipa næsta sumar, sem er fjölgun frá síðasta sumri. omfr@mbl.is