Hannesarholt Benedikt og Sveinn munu leiða samsöng á laugardag.
Hannesarholt Benedikt og Sveinn munu leiða samsöng á laugardag.
Ljóðið lifi er ný tónlistarhátíð sem hóf göngu sína síðastliðið vor, en þar er ljóðatónlistinni gert hátt undir höfði. Að þessu sinni verður boðið upp á þrenna tónleika „með framúrskarandi söngvurum og vandaðri efnisskrá í hinum sjarmerandi…

Ljóðið lifi er ný tónlistarhátíð sem hóf göngu sína síðastliðið vor, en þar er ljóðatónlistinni gert hátt undir höfði. Að þessu sinni verður boðið upp á þrenna tónleika „með framúrskarandi söngvurum og vandaðri efnisskrá í hinum sjarmerandi tónleikasal Hannesarholts, Hljóðbergi,“ eins og segir í tilkynningu. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari.

Dagskráin hefst með tónleikum föstudagskvöldið 8. mars kl. 20. Þar munu Oddur Arnþór Jónsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert, við ljóð Wilhelm Müller. Á laugardag 9. mars kl. 17 munu Auður Gunnarsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja norræn sönglög eftir m.a. Grieg, Sibelius, Sjöberg, Alfvén, Nordqvist, Stenhammar, Peterson-Berger og Kaldalóns. Loks munu Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine á sunnudag 10. mars kl. 14.

Samsöngsviðburðurinn Syngjum saman í Hannesarholti verður á sínum stað og í þetta sinn í höndum Benedikts Sigurðssonar og Sveins Arnar Sæmundssonar laugardaginn 9. mars kl. 14.