Norður ♠ 9842 ♥ 109863 ♦ -- ♣ 6543 Vestur ♠ G ♥ ÁKG74 ♦ ÁD96 ♣ 972 Austur ♠ KD10765 ♥ D2 ♦ 873 ♣ D8 Suður ♠ Á3 ♥ 5 ♦ KG10542 ♣ ÁKG10 Suður spilar 3♦ redoblaða

Norður

♠ 9842

♥ 109863

♦ --

♣ 6543

Vestur

♠ G

♥ ÁKG74

♦ ÁD96

♣ 972

Austur

♠ KD10765

♥ D2

♦ 873

♣ D8

Suður

♠ Á3

♥ 5

♦ KG10542

♣ ÁKG10

Suður spilar 3♦ redoblaða.

Gölturinn setti fram þá kenningu í þætti gærdagsins að grundvallarmunur væri á eiginlegum mistökum við spilaborðið og óheppilegum ákvörðunum: „Það má læra af mistökum og forðast þau í framtíðinni, en sumar ákvarðanir eru þess eðlis að maður veit aldrei hvort þær leiði til góðs og ills.“

Gölturinn hafði fundið annað dæmi úr pólsku meistaradeildinni til að varpa ljósi á kenningu sína: Austur opnar á multi 2♦ (veikt með hálit) og suður segir 3♦. Vestur sleikir út um og doblar og norður á leikinn. „Á hann að passa eins og ræfill eða reyna björgunaraðgerðir með redobli?“

Annar pólski meistarinn passaði og gaf út 200 fyrir einn niður. Hinn reyndi að beina makker annað með SOS-redobli, en suður sat sem fastast og fór líka einn niður: 400 út. „Ég veit, satt að segja, ekki hvað best er að gera,“ játaði Gölturinn sorgmæddur.