Þýskaland Hákon Daði Styrmisson er á þriðja ári sínu erlendis.
Þýskaland Hákon Daði Styrmisson er á þriðja ári sínu erlendis. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson er á förum frá þýska B-deildarfélaginu Eintracht Hagen eftir þetta keppnistímabil. Þetta staðfesti hann við handbolti.is í gær. Hákon kom til Hagen í byrjun þessa tímabils eftir að hafa leikið með Gummersbach í tvö ár

Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson er á förum frá þýska B-deildarfélaginu Eintracht Hagen eftir þetta keppnistímabil. Þetta staðfesti hann við handbolti.is í gær. Hákon kom til Hagen í byrjun þessa tímabils eftir að hafa leikið með Gummersbach í tvö ár. Hákon er 26 ára hornamaður sem lék með ÍBV og Haukum áður en hann fór til Þýskalands. Hann á 16 A-landsleiki að baki og lék síðast með landsliðinu á HM í janúar á síðasta ári.