Tilnefningar til starfs biskups hefst í dag og lýkur þriðjudaginn 12. mars, en þetta er í annað sinn sem ferlið er sett af stað. Í hinu fyrra sem fram fór í febrúar gekk ekki að telja atkvæðin vegna tæknilegra mistaka Advania, sem annaðist hina rafrænu kosningu

Tilnefningar til starfs biskups hefst í dag og lýkur þriðjudaginn 12. mars, en þetta er í annað sinn sem ferlið er sett af stað. Í hinu fyrra sem fram fór í febrúar gekk ekki að telja atkvæðin vegna tæknilegra mistaka Advania, sem annaðist hina rafrænu kosningu.

Þeir sem rétt hafa til tilnefninga geta tilnefnt allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla skilyrði þess að gegna starfi biskups.

Þegar atkvæði hafa verið talin er leitað eftir staðfestingu þeirra þriggja sem flest atkvæðin hlutu á því að þeir gefi kost á sér til starfans. Biskupskosning er síðan áfomuð 11. til 16. apríl næstkomandi.