Gagnrýnandi The New York Times fór fögrum orðum um skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar Fjarvera þín er myrkur í nýrri rýni. Hann hrósar persónunum og sögunum sem sagðar eru í verkinu. „Hver saga gæti staðið ein; ein af helstu nautnum…

Gagnrýnandi The New York Times fór fögrum orðum um skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar Fjarvera þín er myrkur í nýrri rýni. Hann hrósar persónunum og sögunum sem sagðar eru í verkinu. „Hver saga gæti staðið ein; ein af helstu nautnum skáldsögunnar er hæg afhjúpun á tengslum þeirra,“ skrifar rýnirinn Daniel Mason. Hann setur verkið í samhengi við Íslendingasögurnar og Sjálfstætt fólk eftir Laxness en segir svo að slíkur samanburður sé ekki sanngjarn vegna þess hve bók Jóns Kalmans sé margslungin og stíll hans einstakur. Fjarvera þín í myrkur kom nýverið út vestanhafs í þýðingu Philip Roughton.