Ægisíða Íbúaráð vill fleiri hraðalækkandi sveiga eins og þessa á göturnar.
Ægisíða Íbúaráð vill fleiri hraðalækkandi sveiga eins og þessa á göturnar. — Morgunblaðið/sisi
Tillaga um lækkun hámarkshraða á fjórum götum í Vesturbænum hlaut góðar undirtektir í íbúaráði Vesturbæjar. Vill ráðið að gripið verði til frekari ráðstafana. „Íbúaráð Vesturbæjar fagnar tillögu um að lækka hámarkshraða á Einarsnesi, Hofsvallagötu, Ægisíðu og Nesveg í 30 km/klst

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Tillaga um lækkun hámarkshraða á fjórum götum í Vesturbænum hlaut góðar undirtektir í íbúaráði Vesturbæjar. Vill ráðið að gripið verði til frekari ráðstafana.

„Íbúaráð Vesturbæjar fagnar tillögu um að lækka hámarkshraða á Einarsnesi, Hofsvallagötu, Ægisíðu og Nesveg í 30 km/klst. Nauðsynlegt er að árétta að íbúaráðið telur ekki nóg að setja upp skilti og merkingar. Hraðatemprandi breytingar þurfa að fylgja, svo sem að þrengja götur, gera sveiga (eins og á hluta Hofsvallagötu og Ægisíðu) og bæta við gróðri,“ segir í umsögn, sem samþykkt var á fundi ráðsins 26. febrúar síðastliðinn.

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar 14. febrúar 2024 að vísa tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar um hraðalækkanir til umsagnar viðeigandi íbúaráða.

Fram kemur í greinargerð samgöngustjóra Reykjavíkur að á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. desember 2022 hafi verið samþykktar umtalsverðar hámarkshraðabreytingar í borginni í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar.

Á Hofsvallagötu, Ægisíðu og Nesvegi er lagður til 30 km/klst. hámarkshraði. Við samþykkt hámarkshraðaáætlunar var tiltölulega nýbúið að lækka hámarkshraða þar úr 50 km/klst. í 40 km/klst. og þótti á þeim tíma ekki rétt að eiga við það þó svo að göturnar séu að mörgu leyti áþekkar og margar götur þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. skv. áætluninni, segir m.a. í greinargerðinni.

Höf.: Sigtryggur Sigtryggsson