Söngvarinn Þór mun flytja öll lögin af plötunni vinsælu Gling-Gló.
Söngvarinn Þór mun flytja öll lögin af plötunni vinsælu Gling-Gló.
Þór Breiðfjörð syngur lög af plötunni Gling-Gló á Borgarbókasafninu Gerðubergi föstudaginn 8. mars kl. 12.15-13.00 og Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 9. mars kl. 13.15-14.00. „Hver þekkir ekki lögin Bella símamær og Pabbi minn sem Björk…

Þór Breiðfjörð syngur lög af plötunni Gling-Gló á Borgarbókasafninu Gerðubergi föstudaginn 8. mars kl. 12.15-13.00 og Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 9. mars kl. 13.15-14.00.

„Hver þekkir ekki lögin Bella símamær og Pabbi minn sem Björk söng svo eftirminnilega á plötunni Gling-Gló? Platan er til á flestum heimilum og er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem sannkölluð þjóðargersemi,“ segir í tilkynningu. Þór mun flytja öll lögin af plötunni ásamt Tómasi Jónssyni píanóleikara, Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommara og Leifi Gunnarssyni kontrabassaleikara.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Dægurflugur, sem hóf göngu sína í janúar 2024, en Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi hennar.