Framtíðin Svona á nýja bryggjuhverfið í Reykjanesbæ að líta út.
Framtíðin Svona á nýja bryggjuhverfið í Reykjanesbæ að líta út. — Mynd/Nordic Office of Architecture
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Þessir aðilar hafa óskað eftir því að fá lengri tíma og hafa fengið hann. Eins og vaxtastaðan er núna er ekki heppilegt að fjármagna mikla uppbyggingu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

„Þessir aðilar hafa óskað eftir því að fá lengri tíma og hafa fengið hann. Eins og vaxtastaðan er núna er ekki heppilegt að fjármagna mikla uppbyggingu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Áform Reykjanes Invest ehf. um uppbyggingu bryggju­hverfis í Grófinni svo­kölluðu hafa verið sett til hliðar í bili. Samkvæmt fyrri áætlunum átti að kynna fullmótaða tillögu í byrjun árs og ljúka samþykktarferli nú í vor. Kjartan kveðst ekki vita hvenær raunhæft sé að hafist verði handa á ný. Þegar það gerist geti þó liðið nokkur tími fram að framkvæmdum enda geti það tekið einhver misseri eða ár að taka niður gömlu dráttarbrautina á svæðinu.

Að því er fram kemur í forkynningu deiliskipulags fyrir svæðið er stefnt að því að það þróist í blandaða byggð íbúða, sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu, en rúmi þó áfram léttan iðnað. Húsin verða tvær til fjórar hæðir og íbúðir verða alls á bilinu 168-200 talsins. hdm@mbl.is