Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson segir ekkert æðislegt að fá bara helming tímans með barni sem býr á tveimur heimilum en samskipti foreldra og skipulag þurfi að vera gott. „Samsettar fjölskyldur eru pínu flóknar

Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson segir ekkert æðislegt að fá bara helming tímans með barni sem býr á tveimur heimilum en samskipti foreldra og skipulag þurfi að vera gott. „Samsettar fjölskyldur eru pínu flóknar. Hjá okkur eru þetta þrjú heimili og allt þarf að ganga upp. Við erum nú öll komin á sama blettinn og stutt á milli en nú þegar barn er á leiðinni er erfitt að stækka við sig í Vesturbænum,“ segir hann. Júlí og unnusta hans, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni saman í vor. Lestu meira á K100.is.