Samkomulag hefur náðst um starfslok sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, Söru Elísabetar Svansdóttur, hjá sveitarfélaginu. Greint er frá þessu á vef hreppsins, þar sem kemur enn fremur fram að síðasti dagur Söru í starfi verði á morgun, föstudag

Samkomulag hefur náðst um starfslok sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, Söru Elísabetar Svansdóttur, hjá sveitarfélaginu. Greint er frá þessu á vef hreppsins, þar sem kemur enn fremur fram að síðasti dagur Söru í starfi verði á morgun, föstudag.

Sara tók við starfinu af Þór Steinarssyni árið 2020 en hún starfaði áður sem skrifstofustjóri Vopnafjarðarhrepps frá 2019.

„Sveitarstjóri hefur staðið með sveitarstjórn í að leysa mörg flókin mál sem snúa að stjórnsýslu sveitarfélagsins og þakkar sveitarstjórn Söru Elísabet fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir á vef Vopnafjarðarhrepps.

Þar er jafnframt haft eftir Söru að hún þakki fyrir góð kynni og samskipti í gegnum árin og þakki samstarfsfólki sínu fyrir gott samstarf. Sara segir á Facebook að álag í starfi hafi verið farið að segja til sín. Hún ætli að taka sér frí í kjölfar starfslokanna og leita svo nýrra verkefna.