Eitt verka Bjargar.
Eitt verka Bjargar.
Sýning á verkum Bjargar Bábó Sveinbjörnsdóttur verður opnuð í Úthverfu á Ísafirði á morgun, föstudaginn 8. mars, kl. 16. Sýningin ber heitið Ekki gleyma að blómstra og stendur til fimmtudagsins 28

Sýning á verkum Bjargar Bábó Sveinbjörnsdóttur verður opnuð í Úthverfu á Ísafirði á morgun, föstudaginn 8. mars, kl. 16. Sýningin ber heitið Ekki gleyma að blómstra og stendur til fimmtudagsins 28. mars.

„Af moldu ertu komin og að moldu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sig í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Ekki gleyma að slökkva á hellunni og ekki gleyma að blómstra. Fyrir alla muni, reyndu að muna eftir því að vera,“ segir m.a. í tilkynningu frá galleríinu.