Kópavogur Daniel Obbekjær á að styrkja vörn Breiðabliks.
Kópavogur Daniel Obbekjær á að styrkja vörn Breiðabliks. — Ljósmynd/Breiðablik
Danski knattspyrnumaðurinn Daniel Obbekjær er genginn til liðs við Breiðablik og hefur samið við félagið til tveggja ára. Hann er 21 árs gamall varnarmaður, uppalinn hjá OB og lék þar sjö úrvalsdeildarleiki

Danski knattspyrnumaðurinn Daniel Obbekjær er genginn til liðs við Breiðablik og hefur samið við félagið til tveggja ára. Hann er 21 árs gamall varnarmaður, uppalinn hjá OB og lék þar sjö úrvalsdeildarleiki. Obbekjær var í hálft ár hjá York United í Kanada en hefur leikið með 07 Vestur í Færeyjum undanfarin tímabil þar sem hann skoraði sex mörk í 42 leikjum liðsins í úrvalsdeildinni. Hann lék 20 leiki með yngri landsliðum Dana.