Sirius Óli Valur Ómarsson hefur leikið í hálft annað ár í Svíþjóð.
Sirius Óli Valur Ómarsson hefur leikið í hálft annað ár í Svíþjóð. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Knatt­spyrnumaður­inn Óli Val­ur Ómars­son er á leið frá sænska úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Sirius, þar sem hann hef­ur leikið frá sumr­inu 2022. Óli, sem er 21 árs, er al­inn upp hjá Stjörn­unni og vill sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is snúa aft­ur í heima­hag­ana

Knatt­spyrnumaður­inn Óli Val­ur Ómars­son er á leið frá sænska úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Sirius, þar sem hann hef­ur leikið frá sumr­inu 2022. Óli, sem er 21 árs, er al­inn upp hjá Stjörn­unni og vill sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is snúa aft­ur í heima­hag­ana. Viðræður eru í gangi milli Sirius og Stjörn­unn­ar um skipti hans en þó er enn ekk­ert frá­gengið. Óli er leikmaður U21-árs landsliðs Íslands og á 37 leiki að baki í efstu deild fyr­ir Stjörn­una.