Ljóðskáld Gunnhildur Þórðardóttir.
Ljóðskáld Gunnhildur Þórðardóttir.
Skáldasuð nefnist ný ljóðahátíð sem haldin verður í Bókasafni Reykjanesbæjar dagana 7.-21. mars. „Þessi litla ljóðahátíð er hugarfóstur myndlistarmannsins Gunnhildar Þórðardóttur sem er einnig ljóðskáld,“ segir í tilkynningu

Skáldasuð nefnist ný ljóðahátíð sem haldin verður í Bókasafni Reykjanesbæjar dagana 7.-21. mars. „Þessi litla ljóðahátíð er hugarfóstur myndlistarmannsins Gunnhildar Þórðardóttur sem er einnig ljóðskáld,“ segir í tilkynningu. Hátíðin hefst í dag kl. 17 með opnun á myndverkum Gunnhildar tengdum ljóðaverkefnum hennar, en sýningin nefnist Kjarni. Bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson mun opna sýninguna og setja hátíðina.

Haldin verða upplestrarkvöld fimmtudagana 7. og 14. mars þar sem nokkur ljóðskáld koma saman, auk þess sem boðið verður upp á ljóðasmiðju 16. mars fyrir börn og ungmenni. Þá verða til sýnis ljóð í Sundlaug Keflavíkur.