30 ára Bryndís er Reykvíkingur og ólst upp í Grafarvogi. Hún er fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og nam fagottleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn

30 ára Bryndís er Reykvíkingur og ólst upp í Grafarvogi. Hún er fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og nam fagottleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Áhugamálin eru tónlist, fjallgöngur, plöntur og púsluspil.


Fjölskylda Eiginmaður Bryndísar er Jón Kristinn Einarsson, f. 1996, doktorsnemi í sagnfræði við Chicago-­háskóla. Sonur þeirra er Indriði, f. 2023. Foreldrar Bryndísar eru hjónin Þór Ægisson, f. 1954, kvikmyndatökumaður á RÚV, og Hafdís Kristinsdóttir, f. 1958, píanókennari við Tónlistarskólann í Grafarvogi og Tónskóla Sigursveins.