[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þú getur alltaf treyst á að finna fallegar skreytingar í náttúrunni, en blóm, bæði lifandi og þurrkuð, greinar og strá bjóða upp á ótal möguleika í skreytingum. Hægt er að leika sér með mismunandi liti, áferð og samsetningu

Þú getur alltaf treyst á að finna fallegar skreytingar í náttúrunni, en blóm, bæði lifandi og þurrkuð, greinar og strá bjóða upp á ótal möguleika í skreytingum. Hægt er að leika sér með mismunandi liti, áferð og samsetningu.

Mörgum þykir ómissandi að vera með fallegt fermingarkerti. Það er hins vegar hægt að nota kerti meira í skreytingar, til dæmis með fallegum kertastjökum og skemmtilegum kertum í mismunandi stærðum og með mismunandi áferð. Svo er líka hægt að skreyta kertin og stjakana með fallegum satínborða sem er bundinn í slaufu.

Það má ekki gleyma þessum klassísku hlutum eins og servíettum, dúkum og gestabók sem geta vel verið notaðir sem skreytingar. Það er klassískt að vera með hvítan dúk með fallegri áferð og bæta svo smá litagleði við borðið með borðrenningi í flottum lit. Úrvalið af servíettum og gestabókum hefur svo sjaldan verið meira, en þar er hægt að leika sér með alls kyns liti og mynstur sem setja svip á fermingarborðið.