Deepa Govindarajan Driver
Deepa Govindarajan Driver
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mohamedou Ould Slahi er verkfræðingur frá Máritaníu, sem var í haldi í bandaríska herfangelsinu í Guantanamo á Kúbu án ákæru frá 2002 þar til hann var látinn laus 17. október 2016. Opinn fundur verður á morgun kl

Helena Björk Bjarkadóttir

helena@mbl.is

Mohamedou Ould Slahi er verkfræðingur frá Máritaníu, sem var í haldi í bandaríska herfangelsinu í Guantanamo á Kúbu án ákæru frá 2002 þar til hann var látinn laus 17. október 2016. Opinn fundur verður á morgun kl. 12 í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem fanginn fyrrverandi segir frá reynslu sinni en Mohamedou var fangi í 15 ár, þar af 14 ár í Guantanamo. Þar sætti hann illri meðferð, þar á meðal grimmilegum pyntingum, sem hafa haft mikil áhrif á líf hans, segir í tilkynningu um fundinn.

Dr. Deepa Govindarajan Driver flytur einnig erindi á fundinum. Mun hún rekja hvað komið hefur fram í gögnum sem Wikileaks hefur birt um Guantanamo-herfangelsið og útskýra lagalega og pólitíska umgjörð þess, en það er enn starfrækt. Hefur hún fylgst með réttarhöldunum í London síðastliðin fimm ár þar sem tekist hefur verið á um framsal Julians Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna.

Um fangelsisvist Mohamedous hefur verið gerð verðlaunakvikmyndin Máritaníumaðurinn og verður hún einnig sýnd á morgun í Bíó Paradís, klukkan 15, og er hægt að kaupa miða á sýninguna á vef Bíó Paradísar.

Fundurinn er öllum opinn en hann er hluti af fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar, í samvinnu við Bíó Paradís og Samstöðina.