Höskuldur Þráinsson sendi mér póst og spurði hvort ég kannaðist við manninn: „Þú birtir oft vísnagátur í Mogganum. Þær eru yfirleitt með sama sniði. Hér kemur aftur á móti ein sem er öðruvísi. Í þessu tilviki á að geta upp á því hvaða maður er …

Höskuldur Þráinsson sendi mér póst og spurði hvort ég kannaðist við manninn: „Þú birtir oft vísnagátur í Mogganum. Þær eru yfirleitt með sama sniði. Hér kemur aftur á móti ein sem er öðruvísi. Í þessu tilviki á að geta upp á því hvaða maður er til umræðu!“:

Mjög vel þekkt er mannsins fés,

í Mogganum ég þetta les:

Aldrei mjög sér hélt til hlés,

hættur samt að stjórna SES.

Ólafur Stefánsson óskar mér til hamingju með daginn og segist hafa lesið í Mogganum sínum að Halldór Blöndal væri að hætta sem formaður Eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir langt og giftudrjúgt starf.

Hann kveður í kurteisi' og sátt,

karlana' í Valhöllu brátt,

hvar rætt er af rögg

yfir ræðum og glögg,

og litrófið löngum er blátt.

Jón Jens Kristjánsson skrifar á Boðnarmjöð: „Hannes Hólmsteinn ritar á Moggabloggið í morgun pistil sem heitir fríverslunarsinninn Snorri, þar segir m.a. „og kemur hún gleggst fram í ræðu Einars Þveræings, sem Snorri samdi auðvitað sjálfur“.“

Prófessorinn virðist flestallt vita

var hann staddur þá í innsta hring

er Snorri var í Reykholti að rita

ræðuna fyrir Einar Þveræing.

Helgi Ingólfsson bætir við:

Prófessorsins heiður máske’ er hálfur,

hann hefur stundum lagt á tæpast vað.

Kannski’ hann hafi samið hana sjálfur

og sagt hana í Snorra orðastað.

Hallmundur Guðmundsson yrkir Kanaríljóð:

Núna er sem áður hér

að æði ég um trissur.

Svo er alltaf unun mér

að aldrei ét ég pizzur.

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir:

Þótt stormur með stórveðragný

stiki um hlaðið á ný

þá inni í mér leynist

ljósið sem treinist

og vorið það veit hvar ég bý.

Ekki er það gott – Davíð Hjálmar Haraldsson um „síðvetrarhláku“:

Þynnast fannir þegar hlánar.

Þánuð hræ ég víða lít

og reyni að forðast rottur dánar

en renn þá til í hundaskít.

x¶Það er líkt og ylur í¶ómi sumra braga.¶Mér hefur hlýnað mest af því¶marga kalda daga.¶Jóhanna Friðriksdóttir ljósmóððir kvað:¶Þegið gætni, heimska, hik,¶héðan þó ég víki.¶Ég ætla að skreppa augnablik¶inn í himnaríki.¶Tryggvi H. Kvaran orti um mann, sem var í þingum við gifta konu:¶Gulls hjá niftum ungum er¶Ari sviftur vonum,¶hefur skipti og hallar sér¶helst að giftum konum.¶Öfugmælavísan:¶Hákarlarnir tíu og tólf¶taka sig í flokka,¶allir þeir í efra hólf¶upp á móti brokka.