— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Birgitta Haukdal var stolt af íslenska Idol-hópnum í ár. „Þetta var flottur hópur. En ef þau vilja þetta nógu heitt þá verða þau að vinna vinnuna og það er ekki nóg að mæta í Idolið. Frá fyrsta degi þarftu að byrja að vinna,“ segir Birgitta

Birgitta Haukdal var stolt af íslenska Idol-hópnum í ár. „Þetta var flottur hópur. En ef þau vilja þetta nógu heitt þá verða þau að vinna vinnuna og það er ekki nóg að mæta í Idolið. Frá fyrsta degi þarftu að byrja að vinna,“ segir Birgitta. Hún segir keppendur hafa tekið þetta alla leið í ár og það séu auðvitað margar leiðir til að koma sér á framfæri. „Laufey Lín er frábært dæmi um það hvernig má koma sér áfram á samfélagsmiðlum. Hún varð heimsfræg þannig. En hún var á fullu, var dugleg og það skilaði sér.“ Lestu meira á K100.is.