Grindavík Krakkarnir unnu saman í minni hópum og kortlögðu helstu áhyggjur sínar. Umboðsmaður barna mun fylgja skilaboðunum eftir.
Grindavík Krakkarnir unnu saman í minni hópum og kortlögðu helstu áhyggjur sínar. Umboðsmaður barna mun fylgja skilaboðunum eftir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tæplega 300 grindvísk börn komu saman í Laugardalshöll í gær til að ræða stöðu sína og framtíð. Margt liggur þeim á hjarta en áberandi voru áhyggjur þeirra af safnskólum, íþróttastarfi og tækifæri til að halda sambandi við bekkjarfélaga

Tæplega 300 grindvísk börn komu saman í Laugardalshöll í gær til að ræða stöðu sína og framtíð. Margt liggur þeim á hjarta en áberandi voru áhyggjur þeirra af safnskólum, íþróttastarfi og tækifæri til að halda sambandi við bekkjarfélaga.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók þátt í fundinum. Hún svaraði spurningum og hlustaði á áhyggjur krakkanna. Umboðsmaður barna stóð fyrir fundinum, sem var skipulagður í samvinnu við bæjaryfirvöld í Grindavík. Markmiðið var að heyra hvað börnunum lægi á hjarta og hvernig stjórnvöld gætu staðið vörð um réttindi þeirra.

Síðustu mánuðirnir eru búnir að vera erfiðir, sögðu krakkarnir. Þau sögðu erfiðast við breytingarnar að geta ekki hitt alla vini sína eins og venjulega. Þau sakna einnig frelsisins við að vera í Grindavík. helena@mbl.is