Björgvin Gíslason tónlistarmaður varð bráðkvaddur 5. mars sl. 72 ára að aldri. Björgvin fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og ólst upp í Meðalholtinu. Foreldrar hans voru Gísli Gestur Guðmundsson og Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Björgvin Gíslason tónlistarmaður varð bráðkvaddur 5. mars sl. 72 ára að aldri.

Björgvin fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og ólst upp í Meðalholtinu. Foreldrar hans voru Gísli Gestur Guðmundsson og Hallfríður Jóna Jónsdóttir.

Björgvin var í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Lindargötuskólanum. Hann lærði á gítar hjá Katrínu Guðjónsdóttur og síðar á píanó í Tónskóla Sigursveins. Björgvin vann við húsasmíðar og húsamálum um skeið.

Björgin var einn fremsti gítarleikari í poppbransanum hér á landi, spilaði með hljómsveitum eins og Flamingo, Falcon, Zoo, Opus 4, Pops, Náttúru, Pelican, Paradís, Póker og Íslenskri kjötsúpu. Björgvin fór með fjölskylduna til Bandaríkjanna 1980 og lék þar m.a. í hljómsveitinni Trax og túraði með blúsaranum Clarence „Gatemouth“ Brown. Við heimkomu lék hann m.a. með hljómsveitunum Friðryk, Frökkunum og Stefáni P. og spilaði einnig með KK. Þá starfaði hann með Mugison, bæði á tónleikum og við upptökur. Björgvin bæði gaf út hljómplötur og lék inn á fjölda platna. Þá tók hann þátt í nokkrum söngleikjauppfærslum.

Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir. Þau eignuðust þrjá syni. Barnabörnin eru níu og langafabörnin tvö.