— Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson
Nærri 300 álftir sáust við Hvalnes í Lóni á Suðausturlandi í vikunni. Fyrstu álftirnar komu 25. febrúar og hefur þeim fjölgað síðan. „Þetta gerist mjög hratt núna,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði í samtali við Morgunblaðið

Nærri 300 álftir sáust við Hvalnes í Lóni á Suðausturlandi í vikunni. Fyrstu álftirnar komu 25. febrúar og hefur þeim fjölgað síðan.

„Þetta gerist mjög hratt núna,“ segir Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands á Höfn í Hornafirði í samtali við Morgunblaðið.

Aðrir farfuglar hafa verið að koma til landsins, til að mynda grágæsir, sílamávar, tjaldar og brandendur.

„Það munar ekki nema einhverjum dögum á milli fugla, fyrst mæta nokkrir snemma og svo koma hinir á eðlilegum tíma,“ segir Brynjúlfur.

Einnig hafi hann frétt af einum snemmbúnum skúm sem sást úti á sjó 11. febrúar síðastliðinn. Spurður um lóuna segir hann enn nokkrar vikur í hana, en segir þó lóur dvelja á höfuðborgarsvæðinu.